Íslenska krónan veiktist á móti evrunni fyrri hluta marsmánaðar. Sú veiking gekk til baka síðari hluta mánaðarins og stóð krónan nokkurn veginn á sama stað á móti evrunni í lok mars (142,0) og í lok febrúar (141,8).
Bandaríkjadalur styrktist á móti evrunni í mars, þannig að verð á Bandaríkjadal hækkaði í krónum talið. Gengisvísitalan hækkaði (krónan veiktist) um 0,6%.
Velta á gjaldeyrismarkaði var 50,3 ma.kr. (350 m.evra) í mánuðinum sem er svipað og í febrúar. Hlutdeild Seðlabankans (SÍ) í veltu mánaðarins var 12,6 ma.kr. (87 m.evra) sem er 25% af heildarveltu.
SÍ greip fjórum sinnum inn í á markaðnum í mars. Fyrri hluti mánaðarins voru tveir dagar þar sem SÍ seldi evrur á móti veikingu krónunnar. Seinni hluta mánaðarins keypti SÍ evrur tvo daga á móti styrkingu krónunnar.