Heim­ilin taka bíla­lán sem aldrei fyrr

Kaup á nýjum bílum halda áfram að aukast. Einstaklingar virðast margir nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafa hrein ný bílalán til heimilanna aukist verulega. Rafbílavæðingin gengur vel ef marka má nýjustu tölur, en vel rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur fyrir rafmagni að öllu leyti eða að hluta.
Bílar
3. júní 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu hafa alls um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65% aukning frá fyrra ári, miðað við sama tímabil . Ef fyrstu fimm mánuðir ársins eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki sjáum við að 31% færri bílar eru nú nýskráðir.

Ef skoðuð er sala nýrra fólksbíla, samkvæmt Bílgreinasambandinu, eykst sala um 63% milli ára sem er í góðu samræmi við tölur Samgöngustofu. Alls hafa selst 6.844 nýir fólksbílar fyrstu fimm mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir bílar.

Nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, námu 25,4 ma.kr. á síðustu 12 mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri  frá því Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Sem dæmi er lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins rúmlega 20% meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstu verðlagi, námu 8,9 milljörðum króna og jukust um 93% frá sama tímabili árið 2018 en 226% frá 2019. 12 mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein ný bílalán til heimilanna jókst nú í apríl um 110% milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagar í 150%.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur