Hag­sjá: Meiri hækk­un íbúða­verðs utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Á fyrsta ársfjórðungi hækkaði íbúðaverð mest milli ára á Akranesi, um 16%. Til samanburðar hækkaði verð um 3,4% á höfuðborgarsvæðinu. Á Akranesi mældist ekki samdráttur í íbúðasölu í samkomubanni líkt og í öðrum þéttbýliskjörnum.
9. júní 2020

Samantekt

Allt frá því í ágúst 2017 hefur árshækkun íbúðaverðs utan höfuðborgarsvæðisins mælst ofar sambærilegum verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu samkvæmt vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan reiknar. Maímælingin, sem byggir á meðaltali íbúðaverðs síðustu þriggja mánaða á undan, sýndi fram á 10,7% hækkun íbúðaverðs utan höfuðborgarsvæðisins. Til samanburðar nam hækkunin 5,7% á landinu öllu. Hækkunin milli ára í maí utan höfuðborgarsvæðisins er sú mesta síðan í desember 2018.

Samkvæmt gögnum úr Verðsjá Þjóðskrár Íslands hefur verð ríflega tvöfaldast í Árborg á síðustu 5 árum og hækkað um 93% í Reykjanesbæ. Á höfuðborgarsvæðinu mælist til samanburðar um 50% hækkun frá upphafi árs 2015.

Sé litið til þróunar á milli 1. ársfjórðungs 2019 og 2020 má sjá að íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi um 16%, næstmest í Árborg um ríflega 10% og um 8% á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu hefur verð hækkað um 3,4% yfir tímabilið.

Gera má ráð fyrir því að áhrif Covid-19 faraldursins á íbúðamarkaði verði meiri á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta. Líkt og við höfum áður greint frá voru merki um samdrátt á höfuðborgarsvæðinu í apríl og sömu sögu má segja um aðra þéttbýliskjarna á landinu. Mestur var samdrátturinn í Reykjanesbæ, um 63%. Viðskipti drógust einnig saman á Akureyri og í Árborg. Nokkuð áberandi aukning mældist þó á Akranesi þar sem 34 kaupsamningum var þinglýst í apríl í ár til samanburðar við 19 í apríl í fyrra. Varasamt getur þó verið að lesa í einstaka breytingar milli mánaða og skýrist staðan betur eftir því sem líður á fjórðunginn.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Meiri hækkun íbúðaverðs utan höfuðborgarsvæðisins (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
29. júlí 2024
Vikubyrjun 29. júlí 2024
Verðbólga mældist umfram væntingar í júlí og fór úr 5,8% í 6,3%, samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í síðustu viku. Launavísitala fyrir júnímánuð var einnig birt í síðustu viku og hækkaði um 0,5% milli mánaða. Kaupmáttur launa er nokkurn veginn sá sami og á sama tíma í fyrra.
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur