Hag­sjá: Fast­eigna­verð hækk­aði hressi­lega í nóv­em­ber

Raunverð íbúðarhúsnæðis hefur aldrei verið hærra en einmitt nú. Raunverð fór hæst í október 2007 fyrir hrun en lækkaði svo mikið. Það náði aftur sama stigi í apríl 2017 og síðan hefur það hækkað um 8,7%.
19. desember 2018

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,0% milli október og nóvember. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,8% og verð á sérbýli hækkaði um 1,7%. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 5,9% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 5,4%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%.

Veruleg hækkun fasteignaverðs á síðustu misserum hefur orðið samhliða lágri verðbólgu og reyndar var verðbólga án húsnæðis lengi neikvæð, eða allt þar til í maí síðastliðnum. Raunverð íbúðarhúsnæðis hefur aldrei verið hærra en einmitt nú. Raunverð fór hæst í október 2007 fyrir hrun en lækkaði svo mikið. Það náði aftur sama stigi í apríl 2017 og síðan hefur það hækkað um 8,7%.

Verulega hefur hægt á árshækkuninni síðustu mánuði. Þannig var raunverð fasteigna nú í nóvember um 3,4% hærra en í nóvember 2017. Þar sem verðbólga er enn tiltölulega lág helst raunverð fasteigna nokkuð stöðugt, þrátt fyrir hóflegar hækkanir sem halda nokkurn veginn í við verðbólgu. Hækkun raunverðs síðustu 12 mánuði er mun minni en árin tvö þar á undan. Samsvarandi tölur voru 17,9% fyrir 2017 og 15,2% fyrir 2016.

Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru töluvert fleiri í nóvember en mánuðina tvo þar á undan. Meðalfjöldi viðskipta síðustu 4 mánuði fram til nóvember var um 670 viðskipti til samanburðar við u.þ.b. 560 viðskipti á sama tíma á síðasta ári og um 650 á árinu 2016. Markaðurinn er því þokkalega líflegur miðað við síðustu ár.

Sala á nýjum íbúðum hefur aukist mikið að undanförnu. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár var um 22% viðskipta það sem af er árinu með nýja íbúðir. Sambærileg tala fyrir árið 2017 var 4,6%.

Þá hefur verð nýrra íbúða hækkað talsvert meira en þeirra eldri á fyrstu 11 mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Nýjar íbúðir hafa hækkað um 5,1% á þessu tímabili en þær eldri um 4%. Þetta felur líka í sér að munur á fermetraverði nýrra og eldri íbúða hefur aukist. Á fyrstu 11 mánuðum ársins 2017 voru nýjar íbúðir 15,5% dýrari en þær eldri, samanborið við að þær hafa verð 17,8% dýrari á þessu ári.

Verðþróun nýrra íbúða á þessu ári hefur verið nokkuð sveiflukennd innan ársins. Verðhækkunin frá janúar fram í nóvember er 15,4% samkvæmt verðsjá Þjóðskrár.

Mikil umræða hefur verið um skort á minni íbúðum á markaði. Fyrstu 11 mánuði ársins 2017 voru seldar nýjar íbúðir að jafnaði um 116 m2 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Meðalstærð seldra nýrra íbúða er mun minni í ár, eða um 102 m2. Á þessum tíma í fyrra voru nýjar íbúðir að jafnaði 18,5% stærri en seldar eldri íbúðir. Í ár hafa nýjar íbúðir verið 4,1% stærri en þær eldri. Þessi minnkun nýrra íbúða skýrir meiri verðhækkun þeirra að einhverju leyti.

Það er hins vegar ólíklegt að meðalstærð nýrra íbúða upp á rúmlega 1oo m2 sé nógu stórt skref til þess að svara þeim kröfum sem markaðurinn er talinn hafa um litlar íbúðir.

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 18,9% milli áranna 2016 og 2017 og var það langmesta hækkunin frá árinu 2005. Nú lítur út fyrir að hækkunin milli áranna 2017 og 2018 verði í kringum 5% sem verður þá minnsta hækkun milli ára allt frá árinu 2010 þegar verðið lækkaði um 3,8% milli ára. Árshækkunin nú er sú mesta síðan í mars á þessu ári þannig að þróunin er heldur upp á við. Engu að síður hefur þó orðið grundvallarbreyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð hækkaði hressilega í nóvember (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur