Samantekt
Þrátt fyrir verulegan samdrátt í komum erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi varð lítils háttar aukning í þjónustujöfnuði. Þessa þróun má m.a. rekja til þess að ferðalög Íslendinga erlendis drógust einnig saman.
Þjónustuútflutningur á öðrum fjórðungi ársins nam 116,1 ma.kr. og dróst hann saman um rúma 3,6 ma.kr., eða 2,1%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar tæpum 114 mö.kr. og dróst hann saman um 4,3 ma.kr., eða 3,6%, á milli ára. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 52,1 ma.kr. og sem er um 700 m.kr. eða 1,4% meiri afgangur en á sama tíma í fyrra. Meiri afgangur nú skýrist af því að þjónustuinnflutningur dróst meira saman að krónutölu en þjónustuútflutningur. Að undanskildu síðasta ári er þetta minnsti afgangur af þjónustuviðskiptum á öðrum ársfjórðungi síðan árið 2014, en þá nam hann 32,3 mö.kr.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Aukinn þjónustuafgangur þrátt fyrir fækkun erlendra ferðamanna (PDF)