Hag­sjá: At­vinnu­leysi held­ur áfram að aukast – mesta mán­að­ar­lega at­vinnu­leysi til þessa

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans spáum við því að meðal atvinnuleysi á árinu 2020 verði 9,1%. Við göngum út frá hefðbundnu atvinnuleysi í spá okkar og reiknum með að sífellt fleiri þeirra sem nú fá greiðslur í gegnum aðgerðir stjórnvalda komi inn á atvinnuleysisskrá eftir því sem líður á sumarið. Ætla má að flestir þeirra sem hafa lent í hópuppsögnum komi inn í atvinnuleysisbótakerfið í ágúst hafi þeir ekki horfið til fyrri eða annarra starfa í millitíðinni. Við reiknum þannig með því að atvinnuleysið fari hæst í 13% í ágúst og september en lækki svo aftur síðustu mánuði ársins.
18. maí 2020

Samantekt

Samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í lok apríl 17,8% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Í lok apríl voru um 49.200 manns á atvinnuleysisskrá, þar af 16.400 atvinnulausir og 32.800 í minnkuðu starfshlutfalli.

Hér er um að ræða enn meira stökk í atvinnuleysi milli mánaða en var í mars, en atvinnuleysi í mars var 9,2% og hafði þá aukist frá 5% í febrúar. Aukningin er í apríl var þannig 8,6 prósentustig. Almennt atvinnuleysi var 7,5% í apríl og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls 10,3%, samtals 17,8%.

Þessi tvískipting atvinnuleysis í hefðbundið atvinnuleysi annars vegar og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls hins vegar gerir allan samanburð í tíma erfiðan. Málið varð svo enn flóknara eftir að stjórnvöld gáfu út yfirlýsingu um að ríkið greiði verulegan hluta launa starfsfólks á uppsagnarfresti. Alltaf var vitað að hlutabótaleiðin væri einungis tímabundin framkvæmd og eins og staðan er nú rennur gildistími hennar út í lok ágúst.

Þegar tímabundnar aðgerðir stjórnvalda taka enda er líklegt að einhver hluti þeirra sem nú eru á atvinnuleysisbótum í skertu starfshlutfalli og á uppsagnarfresti komi inn í hefðbundna atvinnuleysistryggingarkerfið.

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans spáðum við því að meðal atvinnuleysi á árinu 2020 verði 9,1%. Við göngum út frá hefðbundnu atvinnuleysi í spá okkar og reiknum með að sífellt fleiri þeirra sem nú fá greiðslur í gegnum aðgerðir stjórnvalda komi inn á atvinnuleysisskrá eftir því sem líður á sumarið. Fólki í hlutabótaleiðinni fækkar sífellt og lítið er nú um nýskráningar í úrræðið. Ætla má að flestir þeirra sem hafa lent í hópuppsögnum komi inn í atvinnuleysisbótakerfið í ágúst hafi þeir ekki horfið til fyrri eða annarra starfa í millitíðinni. Við reiknum þannig með því að atvinnuleysið fari hæst í 13% í ágúst og september en lækki svo aftur síðustu mánuði ársins.

Óvissan varðandi atvinnumál næstu ára er mikil og við reiknum með að atvinnuleysi verði meira á næstu tveimur árum en það hefur verið frá árunum 2011-2012. Við reiknum þannig með að atvinnuleysi verði um 7% að meðaltali á árinu 2021 og 6% 2022.

Stjórnvöld hinna ýmsu ríkja hafa aldrei fyrr skapað eins traust öryggisnet fyrir fólk og fyrirtæki og á síðustu vikum. Þessar aðgerðir hafa í raun verið ómissandi í ljósi þess hversu mikið tekjur allra hafa lækkað. Alltaf hefur legið fyrir að þessar aðgerðir væru tímabundnar og í upphafi veirufaraldursins ríkti bjartsýni um að kreppan yrði stutt. Kreppan hefur heldur lengst frekar en hitt og samtímis er ljóst að stjórnvöld þurfa að huga að útgönguleið hvað þennan mikla stuðning varðar.

Hér á landi hafa fyrstu skrefin verið tekin þar sem ljóst er að hlutastarfaleiðin mun renna sitt skeið á enda í lok ágúst. Hér, eins og annars staðar, var litið á þessar aðgerðir sem leið til þess að halda hagkerfinu á floti um stund þannig að það gæti verið tilbúið í snatri þegar allt færi af stað aftur. Nú eru hins vegar töluverðar líkur á því að hagkerfin og hegðun fólks muni taka varanlegum breytingum hvað marga þætti varðar. Fólk sem vinnur í mikilli nálægð við aðra gæti t.d. farið fram á hærri laun eða dýrar öryggisaðgerðir við að vinna þau störf. Greinar sem hafa byggt mikið á erlendu vinnuafli gætu í auknum mæli þurft að reiða sig á innlent vinnuafl vegna harðara landamæraeftirlits og meiri aðgæslu með útlendingum svo dæmi séu nefnd.

Vinnumarkaðurinn á því mögulega eftir að breytast mikið á næstu árum og á hugsanlega eftir að fara í gegnum erfiða aðlögun. Sú aðlögun getur ekki hafist á meðan ríkissjóður greiðir starfsfólki fyrir að bíða eftir þeim störfum sem það vann áður – sum þessara starfa verða mögulega ekki til áfram. Stjórnvöld munu eftir sem áður gegna stóru hlutverki við að hjálpa fólki að finna ný störf og smyrja hjól atvinnulífsins eftir bestu getu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi heldur áfram að aukast – mesta mánaðarlega atvinnuleysi til þessa (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
29. júlí 2024
Vikubyrjun 29. júlí 2024
Verðbólga mældist umfram væntingar í júlí og fór úr 5,8% í 6,3%, samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í síðustu viku. Launavísitala fyrir júnímánuð var einnig birt í síðustu viku og hækkaði um 0,5% milli mánaða. Kaupmáttur launa er nokkurn veginn sá sami og á sama tíma í fyrra.
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur