Hagsjá: Áfram kröftugur vinnumarkaður
Samantekt
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru tæplega 202 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði í júlí sem er svipaður fjöldi og í júlí í fyrra. Starfandi fólki hefur fjölgað um rúmlega 2 þúsund frá því í júlí 2016. Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal fjölgaði starfandi fólki um u.þ.b. 6.300 milli júlí 2016 og júlí 2017, eða um 3,4%. Vegna árstíðasveiflunnar sem jafnan kemur fram í tölum Hagstofunnar ætti sú tala að gefa betri mynd af þróuninni á vinnumarkaðnum.
Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í júlí byggir á svörum frá 789 einstaklingum, eða um 0,4% af fjölda fólks á vinnumarkaði, þannig að skekkjumörk niðurstaðna eru töluverð.
Atvinnuþátttaka er ennþá mjög mikil í sögulegu samhengi og var rúmlega 83% af heildarfjölda virks vinnuafls nú í júlí, sem er þó lægra hlutfall en í maí og júní.
Samkvæmt mælingum Hagstofunnar var atvinnuleysi 1% í júlí sem er lægsta mæling frá því Hagstofan hóf mælingar 2003. Árstíðasveifla í tölum Hagstofunnar er jafnan mikil og vikmörk 1% atvinnuleysis eru 0,8 stig í báðar áttir. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða var 2,8% í júlí sem er lægsta tala frá því í nóvember 2008. Skráð atvinnuleysi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var 1,8% í júlí og 2,2% að meðaltali síðustu 12 mánuði. Tölur Vinnumálastofnunar sýna fjölda þeirra sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum en tölur Hagstofunnar byggja á mati þátttakenda á eigin stöðu í Vinnumarkaðskönnunum. Síðustu ár hefur atvinnuleysi minnkað jafnt og þétt, en verulega hefur hægt á þeirri þróun.
Vinnutími hefur haldist nokkuð óbreyttur síðustu mánuði, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það þýðir að fjölgun vinnustunda skýrist fyrst og fremst af fjölgun þeirra sem starfa.
Í því þensluástandi sem nú ríkir er fjölgunin á íslenskum vinnumarkaði aðallega knúin áfram af erlendu vinnuafli. Á 2. ársfjórðungi 2017 voru erlendir ríkisborgarar hér á landi um 35.500, eða um 10% af þjóðinni, og hafði fjölgað um 5.600, eða 19%, á einu ári. Á fjórðungnum var fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta 3.130 manns, þar af voru þrír af hverjum fjórum á aldrinum 20-39 ára. Á sama tímabili fjölgaði þjóðinni allri um 2,4% og þar af innlendum ríkisborgurum um 0,8%.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/ZDRjYjY3ODUtYjgwMC00YWFhLThhNDAtOTM3M2RlMjE2ODE1_2017-08-29-vinnumarkadur-600.png?auto=compress,format&rect=0,0,600,336&w=600&h=336)
Lesa Hagsjána í heild
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/028a0757-28f9-4183-b615-499104716808_Landsbankinn_Irma_Abstrakt_018.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,140,1168,876&q=50)
![Flutningaskip](https://images.prismic.io/landsbankinn/0726d233-96f0-40e5-b26c-7c51ce7e3b01_Loftmynd-flutningaskip.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,1731,1298&q=50)
![Seðlabanki Íslands](https://images.prismic.io/landsbankinn/d633164a-2af2-4a30-90a9-4db379b86373_MBL0019286-Se%C3%B0labanki-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,1920,1440&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/96c19a84-e47e-41e3-8133-eb5657f153f1_MBL0108889-1500.jpg?fit=max&w=3840&rect=15,0,1449,1087&q=50)
![Fasteignir](https://images.prismic.io/landsbankinn/8f42e661-63bb-4c18-b210-26ca43591a8a_MBL0273468.jpg?fit=max&w=3840&rect=440,0,3520,2640&q=50)
![Íbúðahús](https://images.prismic.io/landsbankinn/37c069a8-ee76-4c26-ada4-11b01a404602_laugavegur-ibudahus-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=211,0,1709,1282&q=50)
![Bakarí](https://images.prismic.io/landsbankinn/46b9dd77-41d4-4a15-a1c7-52392da440b5_LB_btb_Y1A8680_01.jpg?fit=max&w=3840&rect=778,207,1337,1003&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/8d7f2148-fa4c-420b-ab2d-dc14968c47cb_P6220566+HIGHRES+1920px.jpg?fit=max&w=3840&rect=107,0,1707,1280&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/ZzX9u68jQArT04BR_lb-nandin-posi-0574.jpg?fit=max&w=3840&rect=549,717,3413,2560&q=50)
![Pund, Dalur og Evra](https://images.prismic.io/landsbankinn/035d08fc-49cc-4b29-83b6-7b46761ddd88_Dollari-Evra-Pund-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=495,0,1425,1069&q=50)