Samantekt
Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd nam 105 ma.kr. á síðasta ári. Þetta var 9. árið í röð þar sem afgangur mældist á þessum mælikvarða. Afgangurinn dróst saman um 50 ma.kr. frá fyrra ári og var þetta annað árið í röð sem afgangurinn dregst saman milli ára en hann nam 164 ma.kr. árið 2015. Af þessu 9 ára tímabili var afgangurinn minnstur í fyrra en hann var örlítið meiri árið 2012 þegar hann mældist 106 ma.kr.
Þjónustuafgangur heldur einn uppi heildarafgangnum
Síðustu ár hefur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum einungis skýrst af afgangi af þjónustuviðskiptum þar sem vöruskiptaafgangur hefur verið neikvæður. Árið í fyrra var fjórða árið í röð sem halli mældist á vöruskiptum. Vöruskiptahallinn mældist 169 ma.kr. í fyrra sem er mesti halli á vöruskiptum síðan árið 2006. Árið í fyrra var hins vegar það 11. í röð með jákvæðum þjónustuafgangi.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum níunda árið í röð (PDF)