Breytt samsetning verðbólgunnar
Fyrir ári síðan mældist 3,6% verðbólga og hefur verðbólgan því aukist um 1,5 prósentustig á einu ári. Samsetning verðbólgunnar hefur gjörbreyst á þessum tólf mánuðum.
Fyrir ári síðan var framlag innfluttra vara án bensíns 2,0 prósentustig til hækkunar á ársverðbólgu en krónan veiktist nokkuð innan árs í fyrra. Núna er framlag innfluttra vara án bensíns einungis 0,3 prósentustig. Framlag innfluttra vara án bensíns er því 1,7 prósentustigi lægra nú en fyrir ári síðan.
Á þessu tíma hefur framlag bensíns farið úr að vera 0,2 prósentustig til lækkunar í að vera 0,7 prósentustig til hækkunar - alls 0,9 prósentustiga breyting. Auk þess hefur framlag húsnæðis hækkað um 1,7 prósentustig (úr 0,6 prósentustigum í 2,3 prósentustig) og framlag þjónustu hækkað um 0,8 prósentustig (úr 0,4 prósentustigum í 1,2 prósentustig).