Almenn lækkun á hlutabréfamörkuðum í apríl
Sé litið til verðþróunar einstakra félaga á OMX-markaðnum í kauphöllinni voru einna mestar hækkanir hjá fasteignafélögunum þremur en þau hækkuðu að meðaltali um 7,1% í mánuðinum. Mesta hækkunin í kauphöllinni var hjá Reitum fasteignafélagi sem hækkaði um 9,9%. Þar á eftir kom Skeljungur með 8,3% hækkun, síðan Eik fasteignafélag með 7,4% hækkun. Þar á eftir komu Sjóvá-Almennar (4,2%), Reginn (3,8%) og Icelandair Group (3,4%). Mesta lækkunin var hjá Iceland Seafood sem lækkaði um 17,8%. Marel lækkaði um 8,2% og Origo um 3%. Þar á eftir komu viðskiptabankarnir þrír sem lækkuðu allir milli mánaða: Kvika banki (-3%), Arion banki (-2,6%) og Íslandsbanki (-1,7%). Alls hækkaði verð 13 félaga en 7 félög lækkuðu.