Að flytja út „ann­að“ er held­ur bet­ur að skila sér

Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024

Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.

Ef við skoðum síðustu tvö ár saman skilaði annar útflutningur en fiskur, ál og ferðaþjónusta um þriðjungi af heildarútflutningsverðmæti Íslendinga. Og ef við lítum á annan útflutning sem einn útflutningslið var hann stærsti einstaki útflutningsliðurinn í krónum talið. Annar útflutningur er á hinn bóginn ekki bara eitthvað eitt og á bak við hann eru ansi fjölbreyttar atvinnugreinar sem fela í sér bæði útflutning á vörum og þjónustu. Það er því áhugavert að skoða aðeins hvaða útflutningsgreinar hafa verið að vaxa mest og hvar helstu vaxtarsprotarnir eru.

Ef við byrjum á öðrum vöruútflutningi hefur mestur vöxtur á síðustu árum verið í útflutningi á eldisfiski. Sú grein hefur vaxið gríðarlega og enn eru áform um að auka framleiðslu, meðal annars með landeldi. Síðustu tvö ár hefur þó annar vöruútflutningsliður tekið fram úr eldisfiskinum, en það er útflutningur á lyfjum og lækningatækjum. Útflutningur undir þessum lið tók risastórt vaxtastökk á síðasta ári. Verðmæti þess útflutnings var meira en útflutningsverðmæti eldisfisks og var því stærsti einstaki liður annars vöruútflutnings. Fyrirtæki sem tengjast lyfja og lækningatækjaútflutningi eru meira og minna hátæknifyrirtæki sem byggja verðmæti sín á hugviti, sérfræðiþekkingu og nýsköpun og má þar nefna Alvotech, Kerecis og Össur sem dæmi.

Vöxtur í öðrum þjónustuútflutningi hefur einnig verið töluverður. Fyrir utan fraktflutninga, sem er langstærsti þjónustuútflutningur annar en ferðaþjónusta, hefur mestur vöxtur verið í útflutningi á fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónustu og í því sem flokkast sem önnur viðskiptaþjónusta. Undir þetta fellur ýmislegt sem tengist hugbúnaði, tölvuleikjum, tæknilausnum og tengdri þjónustu sem íslensk fyrirtæki flytja út. Fyrirtækin sem standa á bak við þjónustuútflutninginn sem fellur undir þessa liði eru einnig tæknifyrirtæki sem byggja verðmæti sín á hugviti, sérfræðiþekkingu. Þar hafa fyrirtæki eins og Controlant og CCP verið mest áberandi, þó fyrirtækin séu miklu fleiri.

Þetta er þó skrifað með þeim fyrirvara að flokkun Hagstofunnar gæti verið önnur en sú sem ég er að gera ráð fyrir hér, þó það breyti ekki stóru myndinni. Tölur Hagstofunnar eru almennt mjög góðar en gögn og niðurbrot á þjónustuútflutningi mætti vera ögn skýrari, sérstaklega svo hægt sé að greina betur og fylgjast með þessum ört vaxandi útflutningsgreinum og áhrifum þeirra. Það er enda ljóst að sífellt verður mikilvægara að fylgjast vel með því sem er að eiga sér stað í þessum greinum.

Margar þessar vaxandi greina eiga það sameiginlegt að byggja á hugviti og sérþekkingu frekar en á nýtingu takmarkaðra auðlinda eða gæða. Þær styðja við og skapa margvísleg og verðmæt störf sem verða síður til í stóru útflutningsgreinunum þremur. Fjölbreyttari útflutningur eykur einnig stöðugleika í hagkerfinu öllu, enda mikilvægt að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Vöxtur í þessum öðru útflutningsgreinum hefur þess vegna marga kosti og það er eftirsóknarverð þróun að annar útflutningur sé sífellt að verða stærri hluti af útflutningi Íslendinga.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum miðvikudaginn 13. mars 2024.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur