Nettunarþjónusta
Hámörkum ávöxtun á reikningum
Nettunarþjónusta er sjálfvirk millifærsla á milli eigin reikninga.
Hvernig virkar nettunarþjónusta?
Þjónustunni er stýrt í gegnum netbanka fyrirtækja en fyrsta skref er að biðja þjónustufulltrúa bankans að opna fyrir hana. Fyrirtæki skilgreina og stýra þjónustunni sjálf og geta breytt henni að vild. Í netbankanum er farið í Fjársýringu og þaðan í Nettun.
Í upphafi er reikningum breytt í svokallaða nettunarreikninga og allir reikningar þannig skilgreindir sem eiga að geta tengst þjónustunni. Ávinningur getur verið hærri innstæða á sparireikningi eða lágmörkun yfirdráttar.
Hafðu samband við þjónustuver fyrirtækja ef þig vantar nánari upplýsingar.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.