Eignastýring
Dreift eignasafn dregur úr áhættu
Persónuleg þjónusta og ábyrg ráðgjöf hjálpa þér að taka upplýstar ákvarðanir.
Kostir eignastýringar
Eignastýring er sérhæfð fjármálaþjónusta fyrir félög, fyrirtæki og hagsmunasamtök hvort sem markmiðið er ávöxtun lausafjár eða uppbygging á öflugum sjóði.
Hjálpum þér að ná árangri
Hlutverk og ábyrgð fjármálastjóra er margþætt og krefjandi. Það er mikilvægt að hafa góða yfirsýn og geta brugðist skjótt við breytingum í rekstrinum og efnahagslífinu. Við hjálpum þér með því að velja viðeigandi þjónustuleiðir, allt eftir þekkingu á fjármálamörkuðum og fjárhæðum í stýringu.
Í sérhæfðri eignastýringu eru viðskiptavinir með eigin viðskiptastjóra og stöðuga vöktun og stýringu á fjármunum. Þjónustunni fylgir aðgengi að greiningum á þróun og horfum í efnahagslífinu sem auðveldar ákvörðunartöku og áætlanagerð.
Við erum til staðar
Viðskiptastjórar Eignastýringar aðstoða þig við stýringu fjármuna og að hámarka árangur.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.