Fréttir

Tveir nem­end­ur hlutu styrk úr Hvata­sjóði HR og Lands­bank­ans

Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. september 2024

Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.

Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2023. Markmið hans er að jafna aðgengi að námi við HR með því að styrkja nemendur sem eiga sér annað móðurmál en íslensku til grunnnáms við háskólann. Styrkhafar þurfa ekki að greiða skólagjöld HR fyrsta skólaárið og er styrkurinn greiddur af Landsbankanum.

Kacper Skóra stundar B.Sc.-nám í viðskiptafræði og Guilherma Baía Roque stundar B.Sc.-nám í tölvunarfræði, með viðskiptafræði sem aukagrein.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þennan styrk. Ég get einbeitt mér betur að náminu án þess að hafa áhyggjur af fjármálum. Styrkurinn veitir mér aukna hvatninu til að ná markmiðum mínum og til að ná enn betri árangri í námi,“ segir Kacper.

„Þessi styrkur breytir tíma mínum hér í HR. Ég get núna einbeitt mér algjörlega að náminu og nýtt mér öll þau tækifæri sem HR býður upp á,“ segir Guilherme.

Menntun fyrir alla

Við stofnun Hvatasjóðsins voru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi og þá sérstaklega fjórða markmiðið: „Menntun fyrir öll – tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi“.

Öll þau sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa eða eru að útskrifast úr framhaldsskóla geta sótt um styrkinn. Að minnsta kosti tveir nemendur fá styrk hverju sinni. Við val á styrkhöfum er tekið mið af námsárangri, fjölbreytileika og þátttöku nemenda á öðrum sviðum, t.d. íþróttum, tómstundastarfi og sjálfboðavinnu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn að vori.

Frá vinstri: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsforseti samfélagssviðs HR, Kacper Skóra, Guilherma Baía Roque, Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans og Klara Steinarsdóttir, deildarstjóri Fræðslu og þróunar hjá bankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur