Fréttir

Tveir nem­end­ur hlutu styrk úr Hvata­sjóði HR og Lands­bank­ans

Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. september 2024

Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.

Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2023. Markmið hans er að jafna aðgengi að námi við HR með því að styrkja nemendur sem eiga sér annað móðurmál en íslensku til grunnnáms við háskólann. Styrkhafar þurfa ekki að greiða skólagjöld HR fyrsta skólaárið og er styrkurinn greiddur af Landsbankanum.

Kacper Skóra stundar B.Sc.-nám í viðskiptafræði og Guilherma Baía Roque stundar B.Sc.-nám í tölvunarfræði, með viðskiptafræði sem aukagrein.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þennan styrk. Ég get einbeitt mér betur að náminu án þess að hafa áhyggjur af fjármálum. Styrkurinn veitir mér aukna hvatninu til að ná markmiðum mínum og til að ná enn betri árangri í námi,“ segir Kacper.

„Þessi styrkur breytir tíma mínum hér í HR. Ég get núna einbeitt mér algjörlega að náminu og nýtt mér öll þau tækifæri sem HR býður upp á,“ segir Guilherme.

Menntun fyrir alla

Við stofnun Hvatasjóðsins voru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi og þá sérstaklega fjórða markmiðið: „Menntun fyrir öll – tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi“.

Öll þau sem hafa annað móðurmál en íslensku og hafa eða eru að útskrifast úr framhaldsskóla geta sótt um styrkinn. Að minnsta kosti tveir nemendur fá styrk hverju sinni. Við val á styrkhöfum er tekið mið af námsárangri, fjölbreytileika og þátttöku nemenda á öðrum sviðum, t.d. íþróttum, tómstundastarfi og sjálfboðavinnu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn að vori.

Frá vinstri: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsforseti samfélagssviðs HR, Kacper Skóra, Guilherma Baía Roque, Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans og Klara Steinarsdóttir, deildarstjóri Fræðslu og þróunar hjá bankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur