Landsbankinn styður við Upprásina
Tónleikaröðin kallast Upprásin og fer fram í Kaldalóni í Hörpu eitt þriðjudagskvöld í mánuði veturinn 2024-2025.
Tónleikaröðin kemur til með að bæta aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum að aðstöðu og áheyrn, auk þess að efla fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti fengið að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða þriðjudaginn 10. september og þá munu Flesh Machine, KRISTRÚN og Sævar Jóhannsson stíga á stokk.
Sjáumst í Kaldalóni í vetur!