Fréttir

Sea Growth er sig­ur­veg­ari Gul­leggs­ins 2024

Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Gulleggið 2024
9. febrúar 2024

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum, afhenti sigurvegurunum eina milljón króna í verðlaun. Teymið fékk líka verðlaunagrip sem er sérstaklega hannaður er af Kamillu Henriau fyrir Gulleggið 2024.

Í öðru sæti varð FairGame, hugbúnaður sem Jóhannes Ólafur Jóhannesson og Jón Levy Guðmundsson hafa þróað til að halda utan um íþróttamót barna. Þeir nota gervigreind til að para saman lið eftir styrkleika og tryggja að upplifun barna sé í fyrsta sæti.

Í þriðja sæti lenti Thorexa, lið Þórs Tómasarsonar, Indriða Thoroddsen, Bjarna Þórs Gíslasonar og Írisar Lífar Stefánsdóttur. Thorexa notar skriflegt efni frá einstaklingum til að líka eftir ritstíl þeirra og getur m.a. svarað tölvupóstum fyrir hönd starfsfólks í fríi.

Dómnefnd skipuð átján fulltrúun frá bakhjörlum Gulleggsins valdi verðlaunateymin. Einnig voru veitt verðlaun fyrir vinsælustu hugmyndina og gat almenningur greitt atkvæði á vefsíðu Gulleggsins. Fyrir valinu varð teymið Flöff – textílvinnsla sem þróar nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands.

Á Vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlaunahugmyndirnar og þær tíu stigahæstu í keppninni.

Klak - Icelandic Startups hefur staðið að keppninni árlega allt frá árinu 2008 en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Fjölmörg verkefni sem tekið hafa þátt í gegnum tíðina hafa notið mikillar velgengni, m.a. Controlant, Meniga, PayAnalytics og Genki. 

Alls bárust 67 hugmyndir í keppnina að þessu sinni og sóttu þátttakendur vinnusmiðjur, námskeið og fengu þjálfun í mótun viðskiptahugmynda. Efstu 10 teymunum var einnig boðið að kynna hugmyndirnar sínar fyrir starfsfólki Landsbankans, í svokallaðri „lyftukynningu“, þar sem hvert teymi hafði einungis 2 mínútur til að koma hugmyndinni sinni á framfæri. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur