Fréttir

Sea Growth er sig­ur­veg­ari Gul­leggs­ins 2024

Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Gulleggið 2024
9. febrúar 2024

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum, afhenti sigurvegurunum eina milljón króna í verðlaun. Teymið fékk líka verðlaunagrip sem er sérstaklega hannaður er af Kamillu Henriau fyrir Gulleggið 2024.

Í öðru sæti varð FairGame, hugbúnaður sem Jóhannes Ólafur Jóhannesson og Jón Levy Guðmundsson hafa þróað til að halda utan um íþróttamót barna. Þeir nota gervigreind til að para saman lið eftir styrkleika og tryggja að upplifun barna sé í fyrsta sæti.

Í þriðja sæti lenti Thorexa, lið Þórs Tómasarsonar, Indriða Thoroddsen, Bjarna Þórs Gíslasonar og Írisar Lífar Stefánsdóttur. Thorexa notar skriflegt efni frá einstaklingum til að líka eftir ritstíl þeirra og getur m.a. svarað tölvupóstum fyrir hönd starfsfólks í fríi.

Dómnefnd skipuð átján fulltrúun frá bakhjörlum Gulleggsins valdi verðlaunateymin. Einnig voru veitt verðlaun fyrir vinsælustu hugmyndina og gat almenningur greitt atkvæði á vefsíðu Gulleggsins. Fyrir valinu varð teymið Flöff – textílvinnsla sem þróar nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands.

Á Vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlaunahugmyndirnar og þær tíu stigahæstu í keppninni.

Klak - Icelandic Startups hefur staðið að keppninni árlega allt frá árinu 2008 en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Fjölmörg verkefni sem tekið hafa þátt í gegnum tíðina hafa notið mikillar velgengni, m.a. Controlant, Meniga, PayAnalytics og Genki. 

Alls bárust 67 hugmyndir í keppnina að þessu sinni og sóttu þátttakendur vinnusmiðjur, námskeið og fengu þjálfun í mótun viðskiptahugmynda. Efstu 10 teymunum var einnig boðið að kynna hugmyndirnar sínar fyrir starfsfólki Landsbankans, í svokallaðri „lyftukynningu“, þar sem hvert teymi hafði einungis 2 mínútur til að koma hugmyndinni sinni á framfæri. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur