Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Hömlur fyrirtæki ehf., dótturfélag Landsbankans, býður til sölu 35% eignarhlut bankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna og er opið öllum fjárfestum sem uppfylla ákveðin skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu, svo sem um fjárhagslega getu.
Keahótel er ein stærsta hótelkeðja Íslands. Innan keðjunnar eru tíu hótel með 940 herbergjum og eru hótelin í Reykjavík, Akureyri, Grímsnesi, Vík og Siglufirði. Landsbankinn eignaðist 35% hlut í hótelkeðjunni í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins árið 2020.