Fréttir

Síð­asti dag­ur­inn í Aust­ur­stræti

Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. september 2023

Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.

Starfsemin flyst yfir í nýtt útibú bankans í Reykjastræti 6 sem hefur þegar opnað.

Við dagslok lýkur 99 ára samfelldri sögu bankans í húsinu við Austurstræti 11 en starfsemi Landsbankans á sér langa hefð og djúpar rætur í miðborg Reykjavíkur.

Allt frá árinu 1898 hafa höfuðstöðvar bankans sett sterkan svip á borgarmyndina. Við bendum áhugasömum á grein sem Pétur Hrafn Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, skrifaði um sögu bankans í miðbænum á þessum tímamótum.

En þó þessum kafla í sögu Landsbankans í miðborginni sé lokið tekur nýr við. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýtt útibú í húsnæði bankans við Reykjastræti 6. Við tökum vel á móti ykkur.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur