Síðasti dagurinn í Austurstræti

Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Starfsemin flyst yfir í nýtt útibú bankans í Reykjastræti 6 sem hefur þegar opnað.
Við dagslok lýkur 99 ára samfelldri sögu bankans í húsinu við Austurstræti 11 en starfsemi Landsbankans á sér langa hefð og djúpar rætur í miðborg Reykjavíkur.
Allt frá árinu 1898 hafa höfuðstöðvar bankans sett sterkan svip á borgarmyndina. Við bendum áhugasömum á grein sem Pétur Hrafn Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, skrifaði um sögu bankans í miðbænum á þessum tímamótum.
En þó þessum kafla í sögu Landsbankans í miðborginni sé lokið tekur nýr við. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýtt útibú í húsnæði bankans við Reykjastræti 6. Við tökum vel á móti ykkur.


