Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Við uppfærslu breytist táknið fyrir appið. Það hét áður SecurID en verður framvegis RSA authenticator.
Fyrst eftir uppfærslu á appinu mun það hafa sama útlit og áður. Þú færð kynningu á breytingunni þegar þú opnar appið í fyrsta sinn í nýrri útgáfu eins og sjá má á skjámyndunum hér á eftir. Þegar þú hefur staðfest breytinguna breytist táknið og birtist framvegis í nýju útliti á símtækinu.
Leiðbeiningar ef setja þarf appið upp aftur:
- Skráðu þig inn í netbankann með rafrænum skilríkjum.
- Í veftrénu vinstra megin velur þú stillingar og tól > persónustillingar > RSA-lyklar. Þar velur þú annað hvort iOS eða Android-lykil út frá símanum þínum. Næst er slegið inn 4 stafa PIN og það endurtekið. Þá birtist QR-kóði á skjánum.
- Næst notar þú símann þinn til þess að fara í App store eða Play store eftir því sem við á. Appið ætti að birtast við það að slá „RSA“ inn í leitargluggann.
- Þú þarft að ná í appið og samþykkja skilmálana. Síðan velur þú „Get started“ í appinu, leyfir aðgang að myndavélinni og getur þá skannað QR-kóðann sem kom upp í netbankanum í gegnum appið.
Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 410 5000 eða með því að senda póst á fyrirtaeki@landsbankinn.is ef þú hefur spurningar.