Allir bankarnir í Landsbankaappinu
Nú getur þú séð stöðuna á reikningum í öðrum bönkum í Landsbankaappinu. Bráðum þarftu ekkert annað bankaapp!
Eins og stendur getur þú séð reikninga í Arion banka, Íslandsbanka og Kviku (Auði).
- Undir upplýsingum um bankareikninga velur þú „Aðrir bankar“.
- Þar velur þú á milli Arion banka, Íslandsbanka og Kviku.
- Til að tengjast bönkunum þarftu að auðkenna þig, t.d. með rafrænum skilríkjum.
- Síðan getur þú valið að veita Landsbankanum heimild til að sækja upplýsingar um reikningana þína þannig að þeir birtist í Landsbankaappinu.
Með þessu móti getur þú séð stöðuna á greiðslureikningum, t.d. veltureikningum sem eru tengdir við debetkort, og flestum tegundum sparireikninga. Þú getur hvenær sem er ákveðið að hætta að nýta þér þennan möguleika.
Athugaðu að þú þarft að vera með nýjustu útgáfu af appinu.
Getur millifært fljótlega
Eins og staðan er í dag getur þú ekki notað Landsbankaappið til að millifæra af reikningum í öðrum bönkum en við munum bjóða upp á þá þjónustu fljótlega.
Þessi tenging á milli bankanna er gerð á grundvelli nýlegra laga um greiðsluþjónustu (PSD2).