Fréttir

Við erum efst banka í Ánægju­vog­inni fjórða árið í röð

Íslenska ánægjuvogin
13. janúar 2023

Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2022 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Stefna Landsbankans snýst fyrst og fremst um þjónustu við viðskiptavini og að við séum traustur og kraftmikill banki sem er virkur þátttakandi í samfélaginu. Við bjóðum hagstæð kjör, öfluga ráðgjöf og fræðslu og finnum farsælar lausnir fyrir okkar viðskiptavini til framtíðar. Við lítum á þessa viðurkenningu sem einn af mikilvægustu mælikvörðunum á árangur okkar. Að vera efst banka í Ánægjuvoginni fjórða árið í röð er því risastór sigur í okkar augum og staðfestir að við erum á réttri leið með að gera þjónustuna einfaldari, þægilegri og betri.

Upplifun viðskiptavina á þjónustunni byggir að sjálfsögðu á ótal mismunandi þáttum. Í langflestum tilvikum nota viðskiptavinir appið og netbankann til að sinna sínum fjármálum og áhersla okkar á að gera þessa stafrænu þjónustu sífellt betri á ríkan þátt í aukinni ánægju viðskiptavina. Sérstaða bankans felst einnig í því að þegar á þarf að halda geta viðskiptavinir fengið framúrskarandi persónulega ráðgjöf og þjónustu hjá okkar öfluga þjónustuveri eða í útibúum og afgreiðslum um allt land.

Það segir líka sína sögu að undanfarin ár hefur markaðshlutdeild bankans sífellt aukist, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Nú í desember mældist hlutdeild á einstaklingsmarkaði yfir 40% og hefur aldrei mælst hærri.

Lausnir og þjónusta bankans byggja á frábæru starfsfólki sem elskar árangur og að stuðla að árangri viðskiptavina. Það leggur mikið á sig til að takast á við nýjar áskoranir og örar breytingar og heldur Landsbankanum í flokki fremstu fyrirtækja landsins. Fyrir það er ég virkilega þakklát og stolt. Ég er fullviss um að við munum halda áfram að bæta okkur.“

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósents. Ánægjuvogin mælir árlega upplifun viðskiptavina af fyrirtækjum, ánægju þeirra, væntingar og reynslu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur