Fréttir

Að­al­heið­ur verð­ur sjálf­bærn­i­stjóri bank­ans

Aðalheiður Snæbjarnardóttir
22. mars 2022

Aðalheiður Snæbjarnardóttir hefur tekið við nýrri stöðu sjálfbærnistjóra Landsbankans. Aðalheiður hefur unnið að sjálfbærnimálum hjá bankanum frá árinu 2019. Með þessari nýju stöðu viljum við skerpa enn frekar fókusinn á sjálfbærnimálin sem verða sífellt mikilvægari og eru stór þáttur í okkar starfi. Aðalheiður mun halda áfram að starfa náið með starfsfólki vítt og breitt um bankann, s.s. í Fjármálum og rekstri, á Fyrirtækjasviði, í Áhættustýringu og við vöruþróun.

 „Sjálfbærnimálin teygja anga sína inn á öll svið bankans og út í samfélagið. Hlutverk mitt er að tryggja að þjónustustig málaflokksins uppfylli kröfur bankans og einnig að við séum að uppfylla allar skuldbindingar okkar út á við. Umfang sjálfbærnimála hjá bankanum jókst umtalsvert á árinu 2021 og við erum hvergi nærri hætt. Það verður nóg að gera nú á áratug aðgerða og munu fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Því markmiði þurfum við að ná til að tryggja afkomu og lífsgæði mannkyns til frambúðar. Landsbankinn ætlar sér að vera áfram leiðandi í starfi fjármálafyrirtækja í sjálfbærnimálum,“ segir Aðalheiður.

Sjálfbærari fjármál

Við höfum lengi unnið af krafti að sjálfbærari fjármálum til að stuðla að betra umhverfi og samfélagi og við vinnum markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Á síðasta ári tókum við fleiri stór skref í sjálfbærnivinnu okkar. Við áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum, gáfum tvisvar út græn skuldabréf, sjálfbærnimerki bankans fyrir sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja leit dagsins ljós og við kynntum til sögunnar nýjan sparireikning og sjóð sem stuðla að sjálfbærni. Auk þess gerðum við ítarlega grein fyrir kolefnisspori okkar og fengum okkar bestu einkunn í UFS-áhættumati Sustainalytics. Sjálfbærnisjóður bankans var einnig stofnaður og mun hann styrkja verkefni sem tengjast orkuskiptum.

Heimsmarkmiðin
Þú gætir einnig haft áhuga á
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur