Fréttir

Að­al­heið­ur verð­ur sjálf­bærn­i­stjóri bank­ans

Aðalheiður Snæbjarnardóttir
22. mars 2022

Aðalheiður Snæbjarnardóttir hefur tekið við nýrri stöðu sjálfbærnistjóra Landsbankans. Aðalheiður hefur unnið að sjálfbærnimálum hjá bankanum frá árinu 2019. Með þessari nýju stöðu viljum við skerpa enn frekar fókusinn á sjálfbærnimálin sem verða sífellt mikilvægari og eru stór þáttur í okkar starfi. Aðalheiður mun halda áfram að starfa náið með starfsfólki vítt og breitt um bankann, s.s. í Fjármálum og rekstri, á Fyrirtækjasviði, í Áhættustýringu og við vöruþróun.

 „Sjálfbærnimálin teygja anga sína inn á öll svið bankans og út í samfélagið. Hlutverk mitt er að tryggja að þjónustustig málaflokksins uppfylli kröfur bankans og einnig að við séum að uppfylla allar skuldbindingar okkar út á við. Umfang sjálfbærnimála hjá bankanum jókst umtalsvert á árinu 2021 og við erum hvergi nærri hætt. Það verður nóg að gera nú á áratug aðgerða og munu fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Því markmiði þurfum við að ná til að tryggja afkomu og lífsgæði mannkyns til frambúðar. Landsbankinn ætlar sér að vera áfram leiðandi í starfi fjármálafyrirtækja í sjálfbærnimálum,“ segir Aðalheiður.

Sjálfbærari fjármál

Við höfum lengi unnið af krafti að sjálfbærari fjármálum til að stuðla að betra umhverfi og samfélagi og við vinnum markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Á síðasta ári tókum við fleiri stór skref í sjálfbærnivinnu okkar. Við áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum, gáfum tvisvar út græn skuldabréf, sjálfbærnimerki bankans fyrir sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja leit dagsins ljós og við kynntum til sögunnar nýjan sparireikning og sjóð sem stuðla að sjálfbærni. Auk þess gerðum við ítarlega grein fyrir kolefnisspori okkar og fengum okkar bestu einkunn í UFS-áhættumati Sustainalytics. Sjálfbærnisjóður bankans var einnig stofnaður og mun hann styrkja verkefni sem tengjast orkuskiptum.

Heimsmarkmiðin
Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur