Fréttir

TVÍK fékk Gul­legg­ið 2022

7. febrúar 2022 - Landsbankinn

Viðskiptahugmyndin TVÍK sigraði í Gullegginu 2022, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku. Teymið skipa þau Atli Jasonarson, Gamithra Marga og Safa Jemai.

Í öðru sæti var SEIFER sem vinnur að því að hanna og þróa íþróttabúnað, ásamt gagnagrunni sem nýttur er í rauntímamælingar og gagnasöfnun varðandi höfuðhögg. Með gagnasöfnun búnaðarins er hægt að endurbæta bataferli og viðbragðsáætlanir vegna heilahristings í íþróttum. Í SEIFER-teyminu eru þau Guðrún Inga Marinósdóttir, Davíð Andersson og Bjarki Snorrason.

Í þriðja sæti var Lilja app, bjargráður þolenda til bættrar lagalegrar og félagslegrar stöðu. Ingunn Henriksen og Árdís Rut Einarsdóttir mynda teymið á bak við appið.

Vetur Production var kosið vinsælasta teymið á vefsíðu Gulleggsins. Frumkvöðlarnir á bak við hugmyndina eru þær Hanna Dís Hallgrímsdóttir, Ingibjörg Hrefna Pétursdóttir, Máney Eva Einarsdóttir, Sandra Ósk Júníusdóttir og Stella Björk Guðmundsdóttir.

Á vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlaunahugmyndirnar og þær tíu stigahæstu í keppninni.

Um Gulleggið

Icelandic Startups stendur árlega fyrir Gullegginu en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Rúmlega 150 hugmyndir bárust í keppnina að þessu sinni og hafa þátttakendur sótt námskeið og fengið þjálfun í mótun viðskiptahugmynda undanfarna mánuði.

Gulleggið fór fyrst fram árið 2008 og hafa fjölmörg starfandi fyrirtæki stigið sín fyrstu skref í keppninni. Þar má m.a. nefna Meniga, Controlant, Clara, Karolina Fund, Pay Analytics, Genki, Videntifier, Solid Clouds o.fl. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Vefsíða Gulleggsins

Þú gætir einnig haft áhuga á
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur