Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir 15 millj­ón­ir króna í sam­fé­lags­styrki - 2021

22. desember 2021

Samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans 21. desember 2021. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land.

Þrjú verkefni hlutu styrk að fjárhæð 1 milljón króna, tvö verkefni hlutu 750.000 króna styrk, 15 verkefni hlutu 500.000 króna styrk og 12 verkefni fengu 250.000 króna styrk.

Rúmlega 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarna- og æskulýðsstarf, umhverfismál og verkefni á sviði menningar og lista.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var skipuð þeim Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Samfélagsstyrkir 2021

1.000.000 kr.

  • List án Landamæra - List án landamæra
  • Björk Vilhelmsdóttir - Tækifærið
  • Birna Hallsdóttir - Nýr aðgerðapakki ESB í loftslagsmálum og losun vegna landnotkunar - leiðin að kolefnishlutleysi

750.000 kr.

  • LungA listahátíð ungs fólks - LungA listahátíð ungs fólks
  • Ásthildur Jónsdóttir - ROK- Rætur og kvistir

500.000 kr.

  • Chanel Björk Sturludóttir - Hvaðan ertu? Fræðsla um kynþáttahyggju og menningarfordóma
  • Elísabet Ósk Vigfúsdóttir - Urðarbrunnur - Heimili
  • Ofbeldisforvarnaskólinn - Framtíð og forvarnir í fótboltastarfi
  • Rósa Ómarsdóttir - Molta
  • Handbendi brúðuleikhús ehf. - Listaklasi æskunnar
  • Auður Þórhallsdóttir - Skúnaskrall
  • Fæðingarheimili Reykjavíkur - Bætt aðgengi erlendra fjölskyldna að fræðsluefni um barneignarferlið og foreldrahlutverkið
  • Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur - Mennt er máttur
  • Arnbjörn Ólafsson - GeoLab - Færanlegar rannsóknarstöðvar fyrir skólahópa
  • Líf styrktarfélag - Kaup á tækjum fyrir kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
  • Sorgarmiðstöð - Skyndilegur ástvinamissir og ástvinamissir í kjölfar veikinda
  • Hjálparstarf kirkjunnar - Skjólið - opið hús fyrir heimilislausar konur
  • Óli-Film ehf. - Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
  • Heimsleikhúsið - Íslenska með leiklist
  • Þorvarður Árnason - Bráðnun jökla á Suðausturlandi: Sjónræn vöktun og miðlun

250.000 kr.

  • Guðlaug Erla Akerlie - Ease
  • Það er von - Forvarna- og fræðsluhlaðvarp
  • Spindrift theatre - Ástin ein taugahrúga - Kammerópera
  • Jón Gnarr slf. - Völuspá
  • Hildigunnur Halldórsdóttir - 15:15 tónleikasyrpan
  • Margrét M. Norðdahl - Listamiðstöð - vettvangur og atvinnutækifæri fyrir fatlað listafólk
  • Sviðslistahópurinn 16 elskendur - Getur þú hjálpað mér
  • Kolbrún Harpa Kristinsdóttir - Útilokunarmenning og dómstóll götunnar: Greining í íslensku samfélagi
  • Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri - Vísindaskóli unga fólksins
  • Ljónshjarta - Sálfræðiþjónusta fyrir börn sem misst hafa foreldri
  • Rauði krossinn - Efling félagsstarfs umsækjenda um alþjóðlega vernd
  • Stígamót - Sjúkást - netspjall

Nánar um samfélagsstyrki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur