Fréttir

Við vör­um við fölsk­um SMS-skila­boð­um  

Við ítrekum viðvörun okkar við fölskum SMS-skilaboðum sem svikarar senda í nafni Landsbankans. 
22. júlí 2021

Í fölsku skilaboðunum (sem eru á ensku) eru viðtakendur beðnir um að staðfesta upplýsingar, s.s. um farsímanúmer, greiðslur eða annað slíkt. Með skilaboðunum fylgir hlekkur sem vísar á falska vefsíðu. Dæmi um slíka svikahlekki eru landsbankin.com/?ssl=true og lands-bankin-online.com?ssl=true. Ef fólk slær inn notendanafn og lykilorð á fölsku síðunni geta svikararnir nýtt sér það til að svíkja út fé.

Opnaðu alltaf netbanka og app eftir venjulegum leiðum 

Landsbankinn sendir aldrei SMS-skilaboð eða tölvupóst með hlekk yfir á innskráningarsíðu netbankans/appsins. Til að fara inn í netbankann eða appið skaltu fara inn á vef bankans eða opna appið eftir venjulegum leiðum og skrá þig inn þar – en alls ekki smella á hlekki sem þú færð í skilaboðum. 

Ef þú hefur opnað hlekk sem þú hefur fengið í SMSi og skráð þig inn á falska síðu er mikilvægt að þú bregðist strax við.

  • Skráðu þig inn með venjulegum hætti, í appinu eða með því að fara á vef bankans og skrá þig inn í netbankann, og breyttu lykilorðinu þínu. 
  • Hafðu samband við okkur, með því að hringja í s. 410 4000, senda okkur póst á landsbankinn@landsbankinn.is eða í gegnum netspjallið
  • Ef þú sérð grunsamleg skilaboð sem eru látin líta út eins og þau séu frá okkur eða öðru fyrirtæki, láttu þá okkur eða viðkomandi fyrirtæki vita. Þá er hægt að bregðast við svikunum.

Hvernig á að þekkja fölsuð skilaboð? 

Svikatilraunir af þessu tagi hafa aukist mjög á öðrum Norðurlöndum og búast má við að þær muni einnig aukast hér á landi. Netsvikarar breyta aðferðum sínum í sífellu og því er mikilvægt að vera vel á verði. Við höfum birt mikið af fræðsluefni um netöryggi. Við minnum sérstaklega á fræðslugrein á vefnum okkar um hvernig hægt er að þekkja muninn á fölskum og raunverulegum skilaboðum. 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur