Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum
Viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum bankans. Úttektin tekur mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarferlisins.
Landsbankinn hlaut viðurkenninguna fyrst árið 2014 og hefur hlotið hana árlega síðan þá. Viðurkenningin er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, tók á móti viðurkenningunni.