Fréttir

Opn­að fyr­ir um­sókn­ir um út­greiðslu sér­eign­ar­sparn­að­ar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tímabundna útgreiðslu séreignarsparnaðar. Ef sótt er um með rafrænum skilríkjum þarf umsóknin að berast í síðasta lagi 28. apríl til að hægt sé að greiða út fyrstu greiðslu þann 30. apríl.
20. apríl 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tímabundna útgreiðslu séreignarsparnaðar. Ef sótt er um með rafrænum skilríkjum þarf umsóknin að berast í síðasta lagi 28. apríl til að hægt sé að greiða út fyrstu greiðslu þann 30. apríl. Annars þarf umsókn að berast með tölvupósti í síðasta lagi 25. apríl.

Hægt að sækja um með rafrænum skilríkjum

Hægt er að sækja um tímabundna útgreiðslu á séreignarsparnaði með rafrænum skilríkjum á sjóðsfélagavefnum. Til að hægt sé að greiða út fyrstu greiðslu 30. apríl þarf umsókn með rafrænum skilríkjum að berast í síðasta lagi 28. apríl nk.

Sækja um

Hægt að sækja um með tölvupósti

Þeir sem ekki eru með rafræn skilríki geta sent póst á netfangið vl@landsbankinn.is og óskað eftir því að fá sent umsóknarform. Þegar formið hefur verið fyllt út og undirritað skal skanna það (eða taka mynd af undirrituðu skjali með símanum) og senda aftur á sama netfang. Umsókn með tölvupósti þarf að hafa borist í síðasta lagi 25. apríl til að hægt sé að greiða fyrstu greiðslu 30. apríl.

Um úttekt séreignarsparnaðar

Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er alla jafna ekki laus til útgreiðslu fyrr en 60 ára aldri er náð. Vegna Covid-19 hafa stjórnvöld veitt heimild fyrir tímabundinni útgreiðslu. Þetta úrræði getur hentað vel fyrir þá sem missa tekjur, sérstaklega ef annar sparnaður er ekki fyrir hendi. Á hinn bóginn þarf að hafa í huga að við úttektina minnkar inneignin sem verður til taks þegar fólk nær lífeyrisaldri en þá lækka tekjur almennt töluvert.

  • Hægt er að taka út að hámarki 12 milljónir króna.
  • Hægt er að taka að hámarki 800.000 krónur á mánuði.
  • Engar sérstakar takmarkanir eru á ráðstöfun fjármunanna.
  • Úttektin er tekjuskattsskyld.

Hvað þarf að hafa í huga við úttekt séreignarsparnaðar?

Nánari upplýsingar um útgreiðslu séreignasparnaðar

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur