Fréttir

Sam­komu­lag um tíma­bundna greiðslu­fresti fyr­ir­tækja

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði. Umsóknina þarf að senda til aðalviðskiptabanka viðkomandi fyrirtækis.
23. mars 2020

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði. Umsóknina þarf að senda til aðalviðskiptabanka viðkomandi fyrirtækis. Fleiri úrræði fyrir fyrirtæki hafa þegar verið kynnt eða eru í burðarliðnum.

Aðilar samkomulagsins eru Landsbankinn, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir.

Samkomulaginu er ætlað að greiða fyrir hraðri og samræmdri úrlausn mála og stuðla að jafnræði, bæði á milli lánveitenda og fyrirtækja. Samkomulagið gildir til loka júní 2020 og er gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja það ef aðstæður krefjast. Samkomulagið felur m.a. eftirfarandi í sér:

  • Fyrirtæki getur sótt um að fresta greiðslum í allt að sex mánaða hjá sínum aðalviðskiptabanka eða sparisjóði sem leggur mat á hvort fyrirtæki uppfylli viðmið samkomulagsins.
  • Samkomulagið nær til rekstrarfyrirtækja en ekki til eignarhaldsfélaga.
  • Rekstur fyrirtækja sem falla undir viðmið samkomulagsins þarf að hafa verið heilbrigður en orðið fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda, fyrirtækið skal ekki hafa verið í vanskilum í 60 daga eða lengur í lok febrúar 2020 og hafa nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.

Tilkynning um samkomulagið

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau verða fyrir af Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika til að hafa samband við bankann sem fyrst til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við sinn tengilið, hringja í Þjónustuver fyrirtækja í s. 410 5000 eða senda tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Finnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur