Fréttir

Tíma­bundn­ar breyt­ing­ar á þjón­ustu

Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Þá verður Vesturbæjarútibúi í Reykjavík lokað tímabundið en hraðbankar í útibúinu verða áfram aðgengilegir allan sólarhringinn.
17. mars 2020

Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Þá verður Vesturbæjarútibúi í Reykjavík lokað tímabundið en hraðbankar í útibúinu verða áfram aðgengilegir allan sólarhringinn.

Breytingarnar taka gildi að morgni 18. mars 2020. Afgreiðslutími er styttur í útibúum bankans á eftirfarandi stöðum og verða þau opin frá kl. 10-15 í stað 9-16.

  • Akranes
  • Snæfellsnes
  • Ísafjörður
  • Sauðárkrókur
  • Akureyri
  • Dalvík
  • Húsavík
  • Egilsstaðir
  • Reyðarfjörður
  • Höfn í Hornafirði
  • Selfoss
  • Hvolsvöllur
  • Vestmannaeyjar
  • Grindavík
  • Reykjanesbær

Afgreiðslutími í útibúum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan Vesturbæjarútibú sem lokar tímabundið, er óbreyttur.

Þar sem afgreiðslutími er styttur mun starfsfólk vinna á tveimur vöktum og getur þjónusta því tekið lengri tíma en venjulega. Tilgangurinn með þessum breytingum er að draga úr líkum á að útbreiðsla Covid-19 hafi veruleg áhrif á þjónustu við viðskiptavini og tryggja samfellu í rekstri bankans. Með lokun Vesturbæjarútibús gefst meiri tími til að svara erindum sem berast með tölvupósti, í netspjalli og síma en slíkum erindum hefur fjölgað mikið að undanförnu.

Nota stafræna þjónustu ef kostur er

Vegna útbreiðslu Covid-19 biðjum við viðskiptavini vinsamlegast um að nýta sér stafræna þjónustu bankans ef þess er kostur, fremur en að koma í útibú. Í flestum tilvikum er engin þörf á að fara í útibú til að fá bankaþjónustu því hægt er að framkvæma helstu aðgerðir og fá ýmis konar þjónustu með síma og tölvu að vopni.

Hægt er að fá samband við þjónustufulltrúa í Þjónustuveri með því að hringja í síma 410 4000, senda póst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða hefja netspall á vef bankans.

Á Umræðunni er á aðgengilegan hátt fjallað um hvernig stunda má heimsóknar- og snertilaus bankaviðskipti.

Umræðan: Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu

Tveir metrar á milli

Í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis biðjum við viðskiptavini um að gæta að því að hafa a.m.k. tvo metra á milli einstaklinga þegar þeir koma í útibú bankans.

Lausnir og úrræði fyrir viðskiptavini

Landsbankinn býður ýmis úrræði fyrir einstaklinga sem sjá fram á að lenda í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra aðstæðna, s.s. vegna atvinnumissis eða veikinda, m.a. að sækja um að fresta greiðslum af íbúðalánum. Ýmsar lausnir eru einnig í boði fyrir fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og lenda í tímabundnum erfiðleikum.

Finnum lausnir fyrir þig

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur