Landsbankinn breytir vöxtum
Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,20 prósentustig og fastir vextir til 36 mánaða lækka um 0,10 prósentustig. Fastir vextir verðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,10 prósentustig.
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig. Breytilegir vextir bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,10 – 0,50 prósentustig. Vextir á yfirdráttarlánum og fjölgreiðslulánum lækka um 0,25 prósentustig. Aðrir breytilegir óverðtryggðir útlánsvextir í krónum lækka um 0,10 - 0,25 prósentustig.
Breytilegir innlánsvextir í krónum lækka í flestum tilvikum um 0,05 - 0,20 prósentustig en standa í öðrum tilvikum í stað.
Ný vaxtatafla Landsbankans tekur gildi 3. september 2019.