Aðalfundur Landsbankans 2019
Aðalfundi Landsbankans hf., sem halda átti miðvikudaginn 20. mars 2019, hefur verið frestað til fimmtudagsins 4. apríl 2019 kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel (fundarsalur: Gullteigur), Sigtúni 38, Reykjavík.
Drög að dagskrá
- Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár.
- Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar.
- Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári.
- Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.
- Tillögur til breytinga á samþykktum.
- Kosning bankaráðs.
- Kosning endurskoðanda.
- Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
- Heimild til kaupa á eigin hlutum.
- Önnur mál.
Aðrar upplýsingar
Hluthafar eiga rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast bankanum fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 20. mars 2019.
Endanleg dagskrá fundarins, endanlegar tillögur og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða aðgengileg hér á vef bankans fimmtudaginn 21. mars 2019.
Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 16:00 föstudaginn 29. mars 2019 til skrifstofu bankastjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir aðalfundinn.
Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30 á fundardegi.
Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang.