Ratað um lánafrumskóginn - fræðslufundur í Stúdentakjallaranum
Mögulega hefur aldrei verið eins einfalt að taka neyslulán eins og nú. Með því að senda sms eða nota app geta neytendur fengið töluvert há lán á nokkrum mínútum. En hvað þarf að hafa í huga við lántökuna?
Landsbankinn og Fjármála- og atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands standa fyrir fræðslufundi í Stúdentakjallaranum þriðjudaginn 13. nóvember kl. 17.00 um hvernig hægt er að rata um lánafrumskóginn.
Á fundinum verður m.a. fjallað um hvernig hægt er að bera saman kjör á ólíkum lánum og hvort borgi sig betur að taka verðtryggð eða óverðtryggð íbúðalán.
Á fræðslukvöldinu mun Sigurjón Gunnarsson, sérfræðingur í Fjárstýringu Landsbankans, fjalla um rötun um lánafrumskóginn og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, fjármálaráðgjafi hjá Landsbankanum, mun ræða um hvernig hægt er að bregðast við ef fjármálin stefna í óefni vegna neyslulána.