Listaverk
Listaverkavefur Landsbankans
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans.
Verkin í Reykjastræti
Vefurinn var opnaður á Menningarnótt 2024 og er sjónum beint að þeim verkum sem eru í Reykjastræti 6.

Listaverkin í Landsbankanum
Landsbankinn á mikinn fjölda listaverka sem mörg teljast vera lykilverk í íslenskri myndlistarsögu og brot af því besta sem íslensk myndlist hefur upp á að bjóða.
Bankinn á eitt stærsta safnið af Kjarvalsverkum, gott safn verka eftir frumkvöðla í íslenskri myndlist en einnig mikið af verkum eftir helstu abstraktmálara þjóðarinnar.
Tæplega 200 listaverk eru nú í Reykjastræti 6. Önnur eru ýmist í útibúum bankans um allt land eða í geymslum. Þá lánar bankinn reglulega verk úr safninu á myndlistarsýningar.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.