Fréttir
Greiðslukort virka aftur í Danmörku
14. apríl 2023 - Landsbankinn
Búið er að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum greiðslukortum í Danmörku. Ekki er þó útilokað að áfram verði einhverjar truflanir í dag.
Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina. Við munum áfram vinna að úrlausn málsins með okkar samstarfsaðilum.
Þú gætir einnig haft áhuga á
14. apríl 2023
Tímabundin truflun er á greiðslukerfum í Danmörku vegna breytinga á því hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International.
13. apríl 2023
Á morgun, föstudaginn 14. apríl 2023, verða gerðar breytingar á hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International. Með breytingunum er verið að samræma skráninguna við alþjóðlega gjaldmiðlastaðla.