Fréttir

Menn­ing­arnótt í Lands­bank­an­um Aust­ur­stræti 11

16. ágúst 2022 - Landsbankinn

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í Austurstræti 11.

13.00 og 14.00 - Listaverkaganga

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, kynnir myndlist í bankanum. Listaverkagangan hefur verið á dagskrá bankans á Menningarnótt um árabil og er alltaf jafn vinsæl.

15.00 - Soffía frænka og Jónatan ræningi

Soffía frænka og Jónatan ræningi úr Kardemommubænum fara yfir málin og gefa nokkur góð ráð um hvernig eigi að halda uppi röð og reglu í fyrirmyndar ræningjabæli.

16.00 - Una Torfa

Una Torfa gaf út sitt fyrsta lag fyrr á þessu ári og hefur heldur betur heillað landsmenn upp úr skónum með fallegum og persónulegum textum sínum, röddinni og nýju plötunni Flækt og týnd og einmana.

17.00 - Emmsjé Gauti

Emmsjé Gauta þekkja allir. Gauti kemur og flytur nokkur af sínum vinsælustu lögum og jafnvel eitthvað nýtt.

Ekki láta þig vanta á þennan frábæra viðburð!

Viðburðurinn á Facebook

Úthlutun úr Menningarnæturpotti

Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans
18. ágúst 2022
Bankinn í miðborginni: Úr Bakarabrekku í Austurstræti
Landsbankinn hóf starfsemi árið 1886 í Bankastræti, sem þá kallaðist reyndar Bakarabrekka en flutti í fyrsta bankahúsið í Austurstræti 11 árið 1898. Færri vita líklega að bankinn var um tíma með afgreiðslu í Austurstræti 16 sem seinna hýsti Reykjavíkurapótek.
21. júlí 2022
Úthlutað úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar
Alls fengu 22 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar að þessu sinni.
Gleðigangan
27. júlí 2022
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2022. Hinsegin dagar hefjast þriðjudaginn 2. ágúst en hápunkturinn er Gleðigangan laugardaginn 6. ágúst.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
8. nóv. 2021
Hreinar línur - Íslensk abstraktlist, 1956-2007
Í nóvember 2021 var opnuð sýning á íslenskum abstraktlistaverkum úr listasafni Landsbankans. Sýningin er opin á afgreiðslutíma útibúsins. Einnig er hægt að skoða sýninguna á Menningarnótt á meðan dagskrá stendur yfir í útibúinu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur