Upptaka af fræðslufundi: Fara markaðir bara upp?
Á fundinum var fjallað um uppbyggingu á stöndugu eignasafni og hvernig nota má eignadreifingu til að lágmarka sveiflur í ávöxtun.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum, sem stýrði fundinum benti á að þótt verðbréf hefðu hækkað mikið síðastliðna 12-18 mánuði væri ljóst að verðbréfmarkaðir gætu sveiflast mikið og margir gætu brennt sig á því. Í rauninni væri kannski aldrei mikilvægara en nú að huga að eignadreifingu og minnka þannig áhættu af sveiflum.
Erindi fluttu Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar hjá Landsbankanum, Guðný Erla Guðnadóttir, sjóðstjóri hjá Landsbréfum og Richard Wiseman, forstöðumaður hlutabréfastýringar Goldman Sachs.