Vegna þjónustuskerðingar hjá Arion banka helgina 16.-18. apríl
Hvaða áhrif hefur þetta á viðskiptavini Landsbankans?
Innleiðing á kerfinu mun hefjast föstudaginn 16. apríl og stefnt er að því að henni verði lokið sunnudaginn 18. apríl. Arion banki hefur hvatt viðskiptavini sína til að ljúka öllum mikilvægum bankaerindum fyrir föstudaginn 16. apríl til að forðast óþægindi.
Á meðan á innleiðingu stendur verður þjónusta í netbönkum og appi Arion banka skert. Skerðingin hefur það meðal annars í för með sér að upplýsingar um millifærslur og greiðslur til og frá Arion banka, sem framkvæmdar eru frá miðnætti aðfaranótt laugardags til sunnudagskvölds, verða ekki sýnilegar að fullu í kerfum Arion banka. Upplýsingarnar verða á hinn bóginn sýnilegar í öðrum bönkum. Fé sem er millifært verður hægt að nýta til að greiða með debetkortum og taka út í hraðbanka. Þá munu innborganir frá reikningum hjá Landsbankanum inn á kreditkort hjá Arion banka ekki skila sér fyrr en í fyrsta lagi að kvöldi sunnudagsins 18. apríl en mögulega ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.
Nánari upplýsingar um skerðingu á þjónustu Arion banka eru á vef bankans.
Við bendum á að í Landsbankaappinu og í netbankanum er hægt að senda kvittanir fyrir millifærslum í tölvupósti, án kostnaðar.