Borgaðu snertilaust með símanum eða snjallúrinu
Viðskiptavinir Landsbankans geta með auðveldum hætti notað síma, snjallúr eða greiðslukort til að greiða snertilaust fyrir vörur og þjónustu.
Ráðleggingar Embættis landlæknis varðandi heftingu á smiti á Covid-19-veirunni lúta meðal annars að því að huga vel að yfirborðsflötum, s.s. greiðsluposum, hraðbönkum og snertiskjám. Samhæfingarstöð almannavarna hvetur því til notkunar á snertilausum greiðslulausnum en með því að nota snertilausar greiðslur sleppur fólk við að slá inn PIN-númer.
Við minnum því á nota má síma og snjallúr til að greiða snertilaust fyrir vörur og þjónustu. Einnig er hægt að nota snertilausa virkni á greiðslukortum en þá er ekki hægt að greiða hærri fjárhæð en 5.000 kr. í hvert skipti. Engar slíkar fjárhæðartakmarkanir eru á snertilausum greiðslum með farsímum og úrum.
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að borga með síma eða úri