Hlaðvarp Hagfræðideildar: Þjóðhagsspá og fasteignamarkaðurinn
Í öðrum þætti Markaðsumræðunnar, nýju hlaðvarpi Hagfræðideildar Landsbankans, er rætt við Unu Jónsdóttur, hagfræðing í Hagfræðideild um fasteignamarkaðinn á Íslandi, stöðu og horfur. Einnig er rætt við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar, um nýbirta þjóðhagsspá Hagfræðideildar.
Um Markaðsumræðuna
Markaðsumræðan er vettvangur fyrir verðbréfagreinendur í Hagfræðideild Landsbankans til að koma á framfæri skoðunum sínum og greiningum á félögum á hlutabréfamarkaði og hvernig nýjustu vendingar á mörkuðum og í hagkerfinu geta haft áhrif á félögin. Umfjöllunin á að vera á mannamáli og er tilgangurinn að auka áhuga og umræðu um hlutabréfamarkaði. Umsjónarmenn eru Arnar I. Jónsson og Sveinn Þórarinsson.
Hlaðvarp: Þjóðhagsspá Hagfræðideildar og fasteignamarkaðurinn