Björn Hákonarson til Landsbankans
Björn Hákonarson hefur verið ráðinn til starfa hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Björn starfaði áður í markaðsviðskiptum Arion banka frá árinu 2018. Hann vann við gjaldeyris- og verðbréfamiðlun hjá Íslandsbanka frá 2009-2017, þar af sem forstöðumaður miðlunar frá 2013. Björn vann við fjárstýringu hjá Kaupþingi hf. frá 2005-2009 og við gjaldeyrismiðlun hjá Íslandsbanka frá 2000-2005.
Björn lauk cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann hefur hlotið löggildingu í verðbréfamiðlun og lokið ACI-prófi í verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun.