Fréttir

Ferða­þjón­ustu­ráð­stefna Lands­bank­ans hald­in 26. sept­em­ber

Landsbankinn stendur fyrir opinni ráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur ferðaþjónustu á Íslandi fimmtudaginn 26. september 2019 í Silfurbergi Hörpu. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.00 og ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 8.30.
12. september 2019

Á ráðstefnunni verður fjallað um nýja og ítarlega greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni, rýnt verður í framtíðina og rætt við forystufólk í greininni. Einnig verða kynntar niðurstöður nýrrar könnunar um stöðuna sem gerð var meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustunni.

Dagskrá

Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.

Við vertíðarlok - staða og horfur í ferðaþjónustunni
Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.

Erfitt ár en víða vöxtur og bjartsýni
Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Bein áhrif af beinu flugi
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefmiðilsins Túristi.is.

Sjálfbærni er samnefnari
Pétur Þorsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, stýrir fundi.

Pallborðsumræður um framtíðarhorfur ferðaþjónustu og flugrekstrar á Íslandi:

  • Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
  • Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
  • Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, stýrir umræðum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur