Fréttir

Hluta­fjárút­boð Marel hefst 29. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.
28. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.

Hlutafjárútboðið skiptist í:

  1. Almennt hlutafjárútboð á Íslandi
  2. Almennt hlutafjárútboð í Hollandi
  3. Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum./li>

Áskriftartímabil í hlutafjárútboðinu hefst kl. 7:00 GMT 29. maí 2019. Almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi lýkur kl. 15:30 GMT 5. júní 2019 og alþjóðlegu útboði til fagfjárfesta lýkur klukkan 13:00 GMT 6. júní 2019.

Boðnir verða til sölu allt að 90.909.091 nýir hlutir í Marel ásamt því sem Marel hefur veitt umsjónaraðilum útboðsins kauprétt að allt að 9.090.909 nýjum hlutum í Marel til að mæta umframeftirspurn og vegna verðjöfnunaraðgerða í kjölfar útboðsins. Ef kauprétturinn verður nýttur að fullu mun hlutafjáraukning í Marel nema u.þ.b. 15% af útgefnum hlutum í félaginu.

Heildarfjöldi hluta í Marel fyrir hlutafjáraukninguna er 671.007.916 hlutir. Hver hlutur er ein króna að nafnverði og eru allir hlutirnir í einum flokki. Auðkenni hlutanna er MAREL og ISIN er 0000000388.

Allir hlutir í hlutafjárútboðinu verða boðnir til sölu á sama verði sem verður á bilinu [x-y] evrur á hvern hlut í félaginu. Að áskriftartímabilinu loknu mun stjórn Marel ákveða útboðsgengi sem verður það sama til allra sem fá úthlutað hlutum í útboðinu.

Úthlutun í hlutafjárútboðinu verður ákveðin einhliða af Marel.

Lágmarksáskrift í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi er að kaupverði 1.000 evrur en ekkert hámark er á áskriftum.

Þátttakendur í almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi munu njóta forgangs við úthlutun þannig að hver þeirra mun fá úthlutað hlutum að kaupverði a.m.k. 5.000 evrur (eða minna ef áskrift þeirra er lægri). Ef heildaráskriftir í almenna hlutafjárútboðinu nema meira en 10% af heildarfjölda þeirra hluta sem boðnir eru til sölu í hlutafjárútboðinu verða áskriftir þátttakenda skertar hlutfallslega (pro rata).

Niðurstöður hlutafjárútboðsins verða birtar opinberlega í síðasta lagi fyrir opnun markaða í Hollandi og á Íslandi [xx 2019].

Allar áskriftir í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi eru gerðar í evrum en allar greiðslur skulu fara fram í íslenskum krónum miðað við skráð gengi evru hjá Seðlabanka Íslands á lokadegi útboðsins [XX. júní 2019].

Allir seldir hlutir í hlutafjárútboðinu verða gefnir út hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð og endurútgefnir í evrum hjá Euroclear í Hollandi.

Óskað hefur verið eftir því að hlutirnir verði teknir til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam. Gert er ráð fyrir að skilyrt viðskipti hefjist 7. júní 2019 og óskilyrt viðskipti hefjist 12. júní 2019. Skilyrt viðskipti eru háð því að hlutirnir verði teknir til viðskipta á Euronext í Amsterdam.

Arion banki og Landsbankinn eru umsjónaraðilar almenna útboðsins á Íslandi. Citigroup og J.P. Morgan eru umsjónaraðilar með alþjóðlegu hlutafjárútboði Marel og töku hlutanna til viðskipta hjá Euronext í Amsterdam. ABN AMRO Bank, ING Bank og, Coöperative Rabobank eru umsjónaraðilar almenna útboðsins í Hollandi.

Nánari upplýsingar um Marel, hlutabréf í félaginu, áhættuþætti og skilmála hlutafjárútboðsins má finna í lýsingu Marel sem dagsett er 28. maí 2019.

Samantekt þessi er þýðing upplýsinga sem fram koma í lýsingu sem birt hefur verið á ensku. Ef misræmi er milli íslenskrar þýðingar og lýsingarinnar þá gildir lýsingin.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur