Samfélagsskýrsla Landsbankans
Meðal umfjöllunarefnis í skýrslunni eru ábyrgar fjárfestingar, jafnrétti, persónuvernd, öryggi á netinu, breytingar í kjölfar nýrrar löggjafar um greiðsluþjónustu og fjölbreytt samstarfsverkefni sem bankinn tekur þátt í til þess að stuðla að framþróun og uppbyggingu í samfélaginu.
Landsbankinn gefur árlega út samfélagsskýrslu þar sem viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) er fylgt en bankinn hefur verið aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, í meira en áratug. Samfélagsstefna Landsbankans miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa eftir ábyrgum stjórnarháttum við rekstur bankans.