Hagnaður Landsbréfa 1.113 milljónir á árinu 2017
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2017. Helstu niðurstöður voru þessar:
- Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.113 milljónum króna á árinu 2017, samanborið við 702 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2016. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða. li>
- Hreinar rekstrartekjur námu 2.292 milljónum króna á árinu 2017 samanborið við 1.730 milljónir króna rekstrarárið 2016.
- Eigið fé Landsbréfa í árslok 2017 nam um 3.763 milljónum króna samanborið við 3.150 milljónir króna í lok 2016.
- Í lok tímabilsins voru eignir í stýringu 162 milljarðar króna samanborið við 184 milljarða í byrjun árs. Skýrist lækkunin annars vegar af arðgreiðslum úr framtakssjóðum og hins vegar í sveiflum á stærð fjárfestingarsjóðsins Landsbréf – Veltubréf, en sá sjóður fjárfestir fyrst og fremst í innlánum.
- Starfsmenn voru 18 í árslok en fjöldi ársverka á árinu var 17.
Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:
„Rekstur Landsbréfa gekk vel á árinu og hefur félagið fest sig í sessi sem eitt öflugasta rekstrarfélag sjóða hér á landi. Hagnaður félagsins jókst töluvert á milli ára sem skýrist að miklu leyti af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða. Það fyrirkomulag að tengja þóknanir við árangur tengir betur sameiginlega hagsmuni Landsbréfa og viðskiptavina og er ánægjulegt að sjá það skila svo góðum árangri sem raun ber vitni. Landsbréf munu halda áfram að leggja metnað sinn í að hlusta eftir þörfum fjárfesta og endurspegla það í fjölbreyttu sjóðaframboði félagsins, þar sem er að finna fjárfestingakosti sem mæta þörfum flestra fjárfesta.“
Nánari upplýsingar um ársreikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.