Fréttir

Upp­tök­ur frá morg­un­fundi um hagspá komn­ar á Um­ræð­una

Upptökur, útdrættir úr erindum og glærukynningar frá morgunfundi Landsbankans 22. nóvember eru komnar á Umræðuna. Á fundinum var ný hagspá kynnt, fjallað var ítarlega um fasteignamarkaðinn og framkvæmdastjóri hjá Citigroup ræddi um arðgreiðslugetu banka og fjármagnsskipan þeirra í ljósi breytinga á regluverki.
24. nóvember 2017

Upptökur, útdrættir úr erindum og glærukynningar frá morgunfundi Landsbankans 22. nóvember eru komnar á Umræðuna. Á fundinum var ný hagspá kynnt, fjallað var ítarlega um fasteignamarkaðinn og framkvæmdastjóri hjá Citigroup ræddi um arðgreiðslugetu banka og fjármagnsskipan þeirra í ljósi breytinga á regluverki.

Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, kynnti nýja þjóðhags- og verðbólguspá deildarinnar fyrir árin 2017-2020. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að árlegur hagvöxtur á árunum 2017-2020 verði að meðaltali 4%, sem er mun kröftugri vöxtur en reiknað er með í flestum þróuðum ríkjum á komandi árum. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur 5,5% á þessu ári en fer svo stiglækkandi til ársins 2020 þegar gert er ráð fyrir 2,5% hagvexti. „Þrátt fyrir að boginn sé nú spenntur til hins ýtrasta hefur ekki borið mikið á merkjum ofhitnunar þótt vissulega sé talsverð spenna á vinnumarkaði og flest allir framleiðsluþættir nýttir til hins ýtrasta,“ sagði Daníel.

Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, fór ítarlega yfir stöðuna á fasteignamarkaðnum og hvaða áhrif húsnæðisverð hefur á efnahagslífið. Ari ræddi m.a. um framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu og benti á að fleiri íbúðir kæmu inn á markaðinn og sölutími þeirra væri lengri. Hann benti á að þær nýju íbúðir sem hefðu komið á markaðinn væru að jafnaði stærri og dýrari, miðað við fermetraverð, en eldri íbúðir. Þetta, ásamt öðru, ylli því að ekki væri líklegt að snögg eða skörp leiðrétting yrði á húsnæðisverði. Hagfræðideild spáir 19% hækkun fasteignaverðs í ár, 8,5% á árinu 2018, 7% á árinu 2019 og 6% á árinu 2020.

Simon McGeary, framkvæmdarstjóri hjá Citigroup í London, fjallaði um fjármagnsskipan banka og áhrif breytinga í regluverki fjármálafyrirtækja á eiginfjárþörf og fjármagnsskipan banka. Í fyrirlestri sínum fór hann m.a. yfir samsetningu eiginfjár fjármálafyrirtækja og hvaða tæki og tól bankar hafa til þess að byggja upp nauðsynlegan eiginfjárgrunn miðað við það regluverk sem hefur verið innleitt á síðustu árum og mun verða innleitt á næstu árum.

Upptökur frá morgunfundi 22. nóvember

Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2017-2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur