Fréttir

Lands­bank­inn og FS und­ir­rita samn­ing um fjár­mögn­un á nýj­um stúd­entagarði

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin.
24. nóvember 2017

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin. Þetta er stærsti stúdentagarður sem byggður hefur verið hér á landi og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun um áramótin 2019/2020.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri og Kristján Guðbjartsson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði undirrita samninginn.

Hönnunin tekur mið af hugmyndafræði deilihúsnæðis. Fyrir utan paraíbúðir (um 37 fm) og einstaklingsíbúðir (um 27 fm) verða þar 8-9 herbergja íbúðir þar sem hvert herbergi er rúmgott (17 fm) með sér baðherbergi, en hver íbúð deilir með sér eldhúsi, samtengdri setustofu og alrými. Til sameiginlegrar notkunar fyrir íbúanna verður m.a. samkomusalur og stór garður þar sem boðið verður upp á útiaðstöðu með útigrillum, útiæfingatækjum og fleira.

Farsælt samstarf

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár og framlengdu samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára, í júní síðastliðinn. Félagsstofnun stúdenta er þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hefur það að leiðarljósi að auka lífsgæði stúdenta. FS leigir út rúmlega 1.200 íbúðir og herbergi á Stúdentagörðum, rekur umfangsmikla veitingasölu á háskólalóðinni og víðar, veitinga- og skemmtistaðinn Stúdentakjallarann, þrjá leikskóla og Bóksölu stúdenta sem er bæði námsbóka- og almenn bókaverslun.

Tengt efni:

2. júní 2017 - Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta framlengja samstarfssamning

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur