Landsbankinn tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017
Landsbankinn tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017 sem verður í Smáranum og Fífunni í Kópavogi 13.-15. september. Bankinn kostar m.a. sjávarútvegsverðlaunin „Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla“.
Sjávarútvegur hefur alla tíð skipað sérstakan sess hjá Landsbankanum og er samofinn sögu hans frá upphafi. Greininni hefur mjög vaxið fiskur um hrygg og um leið hefur þar orðið mikil endurnýjun og nýsköpun. Landsbankinn hefur á að skipa öflugum hópi sérhæfðs starfsfólks í þjónustu við sjávarútveg og fiskeldi og hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu.
Landsbankinn er með bás á sýningunni til að kynna þjónustu bankans við fyrirtæki í greininni. Staðsetningin er H10. Allir sýningargestir eru boðnir velkomnir.
Íslenska sjávarútvegssýningin 2017 er opin frá kl. 10.00-18.00, miðvikudaginn 13. september til og með föstudagsins 15. september nk.