Endurkaup
Landsbankinn nýtir heimild til kaupa á eigin hlutum
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 23. mars 2023.
Endurkaupaáætlun
Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 54 milljónum hluta eða sem nemur 0,23% af útgefnu hlutafé. Landsbankinn hefur áður gefið hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum, síðast í febrúar 2022.
Landsbankinn býðst til að kaupa hluti af hluthöfum á endurkaupatímabili sem stendur frá og með 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Þeir hluthafar sem ákveða að taka boði bankans skulu fylla út tilkynningu þar að lútandi og senda bankanum. Sjá nánar eyðublað og leiðbeiningar hér að neðan.
Fréttatilkynningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.