Spjall um spá: Hag­kerfi í leit að jafn­vægi

Hlaðvarp
19. október 2023

Hófstilltur hagvöxtur, háir vextir og hjaðnandi verðbólga. Þetta er á meðal þess sem einkennir efnahaginn næstu ár, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðideildar bankans.

Í nýjasta þætti Umræðunnar ræða hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson efnahagshorfurnar og fara yfir það helsta úr spánni.

Hlusta og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á streymisveitu

Um hlaðvarpið

Umræðan: hlaðvarp er vettvangur þar sem sérfræðingar í Landsbankanum ræða um efnahagsmál og annað sem tengist starfsemi bankans frá ýmsum hliðum og á mannamáli. Tilgangurinn er að auka áhuga og umræðu um efnahagsmál og bankastarfsemi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hagspá 2023
17. okt. 2023
Hagspá 2023-2026: Hagkerfi í leit að jafnvægi
Eftir að hafa ofhitnað í kjölfar Covid-faraldursins hefur hægt á hagkerfinu og ljóst að hagvöxtur verður töluvert minni í ár en í fyrra. Hátt vaxtastig hefur tekið að slá á eftirspurn, bæði einkaneyslu og fjárfestingu og útlit er fyrir að verðbólga hjaðni hægt og rólega á næstu mánuðum. Við teljum að Seðlabankinn hækki vexti ekki meira í bili en sjáum ekki fram á að vextir fari að lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Við spáum því að stýrivextir verði komnir niður í 4,25% í lok árs 2026.
17. okt. 2023
Morgunfundur um hagspá til 2026 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2026 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 17. október 2023 og í kjölfarið spunnust líflegar pallborðsumræður um verðbólgu, vexti og vinnumarkaðinn.
18. okt. 2023
Skeið hins almáttuga seðlabanka líður undir lok
Arnaud Marès, aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-banka, hélt erindi á morgunfundi um nýja hagspá Landsbankans 17. október 2023.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur