Morg­un­fund­ur um hagspá til 2026 - upp­tök­ur

Hagspá Landsbankans til ársins 2026 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 17. október 2023 og í kjölfarið spunnust líflegar pallborðsumræður um verðbólgu, vexti og vinnumarkaðinn.
17. október 2023

Hagfræðideild Landsbankans spáir 3,1% hagvexti á þessu ári og 2,1% hagvexti á því næsta.

Samkvæmt spánni hjaðnar verðbólga smám saman en verður enn að meðaltali 5,3% á næsta ári og 4,3% árið 2025. Þá er útlit fyrir að stýrivextir hafi náð hámarki í bili og að þeir fari að lækka á öðrum ársfjórðungi næsta árs.

Staða heimila og fyrirtækja efst í huga

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, bauð gesti velkomna á kynningu hagspárinnar. Hún sagði að íslenska sagan hafi verið góð saga að segja þrátt fyrir ýmsar áskoranir í hagkerfinu, t.a.m. of háa verðbólgu og hátt vaxtastig sem farið er að bíta hjá bæði heimilum og fyrirtækjum.

„Svo að ég setji vandamál heimilanna í samhengi þá er u.þ.b. helmingur óverðtryggðra lána, heildarbunkinn er um 400 milljarðar, þegar á breytilegum vöxtum og það er þá hinn helmingurinn sem er smám saman að festa aftur vexti á mun hærra stigi en var áður eða er að sjá fram á að þurfa að gera það í náinni framtíð. Í mínum huga er þetta langmikilvægasta verkefni okkar allra.“

Horfa á ávarp Lilju

Upptaka frá fundinum

Hagkerfi í leit að jafnvægi

Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, tók við og kynnti hagspá deildarinnar til ársins 2026. Hildur Margrét sagði spána að mörgu leyti bjarta og að útlit sé fyrir að hagkerfið, sem nú er í einhverskonar ójafnvægi eftir miklar sveiflur undanfarinna ára, finni að lokum nýtt jafnvægi.

Spáin felur í sér að hátt vaxtastig muni áfram halda aftur af einkaneyslu á næstunni. Horfur eru á að áhrifin komi skýrar fram í atvinnulífinu á næstu mánuðum, fjármunamyndun aukist aðeins lítillega í ár og atvinnuleysi mjakist hægt og rólega upp á við á næstu tveimur árum.

Horfa á erindi Hildar Margrétar

Heimsfaraldurinn markar þáttaskil í hagsögunni

Arnaud Marès, aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-banka, flutti erindið Skeið hins almáttuga seðlabanka líður undir lok: Þjóðhagslegt umhverfi í Evrópu til skamms og meðallangs tíma.
Þar greindi Marès frá sýn sinni á nýtt skeið í peningastefnu í Evrópu og horfum í þeim málum. Megininntakið í fyrirlestri Arnaud Marès var að hagkerfið væri orðið mun óstöðugra og seðlabönkum gengi verr að stuðla að efnahagslegu jafnvægi.

Marès spáir því að fram undan sé skeið þar sem verðbólga og hátt vaxtastig verði þrálátari og sveiflukenndari en við höfum vanist.

Horfa á erindi Arnaud Marès

Fjögurra daga vinnuvika ekki í sjónmáli

Þá tóku við pallborðsumræður um vexti, verðbólgu og vinnumarkað. Þátttakendur í pallborðsumræðunum voru Ásta S. Fjelsted, forstjóri Festi, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks og formaður Mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, stýrði umræðunum.

Meðal þess sem rætt var í pallborðinu var framkomin kröfugerð VR um fjögurra daga vinnuviku. Ásta sagði mikilvægt að ræða vinnutíma á Íslandi en skynsamlegra að ræða styttri vinnudaga heldur en þriggja daga helgi.

Finnbjörn sagði að ekki hafi verið tekin ákvörðun um álíka kröfur hjá ASÍ. „Þó að við séum máttug þá ætlum við ekki að breyta vikunni. Hún verður áfram sjö dagar. Síðan er það bara útfærsla, hvernig þetta verður fært út en ég geri ekki ráð fyrir að búa til þriggja daga helgi, heldur að þetta skiptist eftir hvernig þjónusta er hjá fyrirtækjum,“ sagði Finnbjörn.

Rannveig sagði að verkalýðshreyfingin viti vel hvað til þarf til að skapa forsendur fyrir vaxtalækkunum. Hún segir ekki sterkar vísbendingar um að verðbólga, og í kjölfarið stýrivextir, lækki á stuttum tíma. „Þeir þræðir sem eru jákvæðir, húsnæðismarkaðurinn er mjög skýrt merki, en aðrir þræðir eru bara mjög veikir. Það er ekkert í kortunum akkúrat núna sem bendir til þess að þetta gerist mjög hratt – en þetta mun gerast.“

Gylfi sagðist taka eftir slaka á spennu á vinnumarkaði og verða var við að fleiri leitist eftir bæði vinnu og verkefnum í mannvirkjagerð. Hann tók sérstaklega fram að mikil gerjun væri í þessum efnum undanfarnar vikur. Þá sagði hann vaxtahækkanir bíta verulega í verkefni verktaka, þar sem mannvirkjagerð sé langt ferli og forsendur og áætlanir haldi ekki.

Horfa á pallborðsumræður

Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Hagspá 2023 - 2026
Þú gætir einnig haft áhuga á
Hagspá 2023
17. okt. 2023
Hagspá 2023-2026: Hagkerfi í leit að jafnvægi
Eftir að hafa ofhitnað í kjölfar Covid-faraldursins hefur hægt á hagkerfinu og ljóst að hagvöxtur verður töluvert minni í ár en í fyrra. Hátt vaxtastig hefur tekið að slá á eftirspurn, bæði einkaneyslu og fjárfestingu og útlit er fyrir að verðbólga hjaðni hægt og rólega á næstu mánuðum. Við teljum að Seðlabankinn hækki vexti ekki meira í bili en sjáum ekki fram á að vextir fari að lækka fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Við spáum því að stýrivextir verði komnir niður í 4,25% í lok árs 2026.
Hlaðvarp
19. okt. 2023
Spjall um spá: Hagkerfi í leit að jafnvægi
Hófstilltur hagvöxtur, háir vextir og hjaðnandi verðbólga. Þetta er á meðal þess sem einkennir efnahaginn næstu ár, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðideildar bankans. Í nýjasta þætti Umræðunnar ræða hagfræðingarnir Hildur Margrét Jóhannsdóttir og Hjalti Óskarsson efnahagshorfurnar og fara yfir það helsta úr spánni.
18. okt. 2023
Skeið hins almáttuga seðlabanka líður undir lok
Arnaud Marès, aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-banka, hélt erindi á morgunfundi um nýja hagspá Landsbankans 17. október 2023.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur